31.01.2020 21:37

Fundur um áframhaldandi uppbygginu á æfingasvæðinu

Það er búið að vera ýmislegt að gerast hjá félaginu að undanförnu.  Undirbúningur fyrir framkvæmdir sumarsins, fundir, skipulagning og margt fleira. 

 

Í gær fóru tveir fulltrúar félagsins á fund með bæjarráði Grundarfjarðarbæjar og fluttu þar erindi um félagið og ræddu um starfsemi félagsins og fyrirhugaða uppbyggingu á æfingasvæðinu, en Grundarfjarðarbær er eigandi af landinu sem skotfélagið er með á leigu.  Þetta var mjög góður fundur og voru ýmis mál rædd s.s. viðhald á veginum, rafmagnsmál, vatnsveita, aðalskipulag svæðisins, frekari uppbygging íþróttamannvirkja o.fl.  

 

Þetta var mjög góður og nauðsynlegur fundur, en við stefnum á að bæta æfingasvæðið mikið og halda áfram með gott og öflugt félagsstarf.  Við vonum að innan 2-3ja ára verðum við búin að klára skothúsið og riffilbrautina, klára að endurbyggja leirdúfuvöllinn og byggja nýtt félagsheimili.