15.02.2020 19:33
Skothúsið - smíðað milli lægða
Nú hefur hver lægðin gengið yfir landið á eftir annarri og því ekki verið mikið smíðað í skothúsinu. Við höfum þó verið að grípa í hamarinn á milli lægða og nú á dögunum var gluggi og hurð sett í dómaraherbergið í skothúsinu.
Búið er að kaupa timburklæðningu sem sett verður utan á húsið og grunna hana og mála. Stefnt er að því að byrja að klæða húsið um leið og tækifæri gefst.
![]() |