16.02.2020 09:04

Kúttmagakvöld

Næstkomandi laugardag heldur Lionsklúbbur Grundarfjarðar hið margrómaða árlega kúttmagakvöld.  Boðið verður upp á fjölbreyttan mat og skemmtiaðtriði, en þessi viðburður hefur slegið í gegn undanfarin ár. 

 

Í ár verður kúttmagakvöldið tileinkað íþrótta- og æslulýðsstarfi og hyggst Lionsklúbburinn styrkja starfsemi tengda því, til frekari uppbyggingar og eflingar starfsemi.  Við hvetjum sem flesta til þess að mæta.