06.03.2020 21:10

Námskeið - þrif og umhirða skotvopna

Næstkomandi mánudag ætlar Unnsteinn Guðmundsson að bjóða upp á grunnnámskeið í þrifum- og umhirðu á skotvopnum frá kl. 19:30 - 22:00.  Farið verður yfir helstu atriði í þrifum á rifflum, hálfsjálfvirkum haglabyssum og tvíhleypum.  Námskeiðið verður frítt og við hvetjum sem flesta til að skrá sig.  Áhugasamir geta sent Unnsteini einkaskilaboð á facebook eða í síma 897-6830.  Ekki þarf að mæta með neinn búnað á námskeiðið.

Myndin er tekin af https://www.offthegridnews.com