14.03.2020 15:56
Skilti við þjóðveginn
Nú er búið að setja upp skilti við þjóðveginn sem vísar á skotæfingasvæði félagsins. Uppsetning skiltisins hefur verið í undirbúningi í lengri tíma, en fyrsta erindið sendum við til Vegagerðarinnar þann 19. desember árið 2012.
Með bættri æfingaaðstöðu hefur notkun á æfingasvæðinu aukist mikið og því hefur þörfin á skiltinu orðið enn meiri, ekki síst þar sem að skotáhugamenn af öllu landinu hafa verið koma til þess að nota æfingasvæðið eða taka þátt í keppni. Það var Grundarfjarðarbær sem aðstoðaði okkur með kaup og uppsetningu á skiltinu og færum við Grundarfjarðarbæ bestu þakkir fyrir.
![]() |