25.03.2020 21:42

Óvenjulegir tímar

Það má segja að það séu frekar óvenjulegir tímar hér á Íslandi þessa dagana og í raun og veru um allan heim.  Það má enginn hittast og fólk þarf að gæta þess að halda fjarlægð og þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á íþróttastarf líka.

 

Við hjá Skotfélagi Snæfellsness vorum langt komin með að skipuleggja óvissuferð sem fyrirhuguð var á þessum tíma en við neyddumst til að slá henni á frest.  Þá þarf að fresta námskeiði í bogfimi sem félagið ætlaði að halda, um óákveðinn tíma.  Við munum þess í stað nýta tímann vel og skipuleggja viðburði og framkvæmdir sumarsins. 

 

Svo er stefnt að því að halda aðalfund félagsins í byrjun maí eins og ár hvert.  Við vonum að það muni ganga upp.