22.04.2020 20:42

Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti og óskum við landsmönnum öllum gleðilegs sumars.  Vorboðarnir eru farnir að koma hver af öðrum og hefur aðsókn að æfingasvæðinu aukist mikið undanfarna daga með hækkandi sól.  Í gær var mjög gott veður hér á Snæfellsnesi og voru fjölmargir sem lögðu leið sína inn á skotsvæði.   Við bíðum því spennt eftir sumrinu og stefnum á að vera með mikið og fjölbreytt starf á æfingasvæðinu í sumar.