03.05.2020 22:47

Félagsgjöld

Nú er allt að fara af stað hjá okkur eftir langar og strangar vikur.  Ekki hefur verið hægt að skipuleggja neina viðburði útaf Covid-19 en nú fer það vonandi að vera búið í bili.

 

Búið er að senda út rukkanir fyrir félagsgjöldum og vonum við að flestir sjái sér fært að greiða þau fúslega, en öll innkoma af félagsgjöldum fer í að bæta æfingaaðstöðuna og það stendur mikið til hjá okkur í sumar.

 

Við reynum svo að skipuleggja mótahald um leið og leyfi verður til þess að halda mót en annars ætlum við að nýta tímann vel fram að því og vinna í skothúsinu.