07.05.2020 22:14

Skothúsið

Nú er verið að smíða langbönd í skothúsið.  Þau eiga að styrkja sperruvirkið og þakið.  Bitarnir verða sýnilegir inni í húsinu og eru hluti af hönnun hússins.  Við erum búin að fá listamanninn Þorgrím (Togga) hjá Lavaland.is til liðs við okkur og ætlar hann að skera út skraut í bitana.  Það verður gaman að sjá hvernig það mun takast til.  Bitarnir verða svo settir upp um leið og þeir verða tilbúnir og þá er hægt að fara fjarlægja stífur.