13.05.2020 00:22

Sama stjórn næsta starfsár

Ákveðið var að aflýsa aðalfundi félagsins sem átti að vera í byrjun mánaðarins vegna samkomubanns vegna Covid-19 heimsfaraldursins.  Starfandi stjórn mun því fara með mál félagsins í eitt ár til viðbótar, eða þar til að ný stjórn verður kosin á næsta aðalfundi. 

 

Auglýst var eftir framboðum til stjórnarstarfa, en þar sem að engin framboð bárust og núverandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér áfram var ákveðið að hún yrði sjálfkjörin.  Starfandi stjórn mun svo sjá um að skipa í nefndir.  Hér er hægt að sjá hverjir skipa stjórn félagsins.

Mynd frá aðalfundi 2019