24.05.2020 22:30

Skipt um ljósavél

Við urðum fyrir nettu áfalli á dögunum þegar ljósavélin okkar bilaði og varð ónothæf.  Við vorum fljót að bregðast við og keyptum notaða ljósavél til að nota þar til að hin kemst aftur í gagnið.  Nýja ljósavélin var komin hingað vestur innan við sólarhring eftir að upp komst um bilunina og við vourm ekki lengi að finna sjálfboðaliða til að aðstoða okkur við að skipta um ljósavél.  

 

Bilaða ljósavélin var fjarlægð og unnið er að viðgerðum á henni.  Þeirri nýju var komið fyrir í vélarskúrnum og mun hún sjá okkur fyrir rafmagni þar til að hin kemst í gagnið á ný.  Búið er að setja inn nokkrar myndir frá vélarskiptunum í myndaalbúmið.