24.05.2020 22:39

Æfingasvæðið tekið í gegn

Í gærmorgun hittist hópur félagsmanna til þess að bæta æfingasvæðið og gera það klárt fyrir sumarið. Skipt var um leirdúfukastvélar, vatn- og salerni var tengt, skotbjöllur á riffilsvæðinu voru endurnýjaðar o.fl. ofl. Einnig var unnið áfram í skothúsinu.

Unnið var fram að kvöldmat og svo var að sjálfsögðu grillað að góðu verki loknu. Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir aðstoðina og ykkar framlag til félagsins, því án virkra félagsmanna væri þetta ekki félag.