30.05.2020 23:29

Skotsvæðið

Í dag var haldið áfram að brasa á skotsvæðinu.  Snemma í morgun fór Arnar rafeindarvirki að tengja kastvélarnar.  Eftir hádegi mættu svo fleiri og ýmislegt var brallað.  M.a. var byrjað að pæla í skotborðunum í riffilhúsið.  Í kvöld voru svo skorin niður stálrörin sem eiga að vera fætur undir nýju skotborðin í riffilhúsinu.