05.06.2020 17:57

Sjómannadagsmót

Árlegt sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness var haldið í gær á æfingasvæði félagsins.  Þá voru jafnframt nýjar leirdúfukastvélar félagsins formlega teknar í notkun.  Kastvélarnar komu vel út og munu vonandi reynast okkur vel.

 

Landsliðið sigraði stigakeppni liðanna aftur í ár og er staðan nú 5-3 fyrir landsliðinu, en þetta var í áttunda skipti sem þetta mót er haldið.

 

Í einstaklingskeppninni náði Gísli Valur bestum árangri í karlaflokki, Unnsteinn var í öðru sæti og Arnar í því þriðja.  Í flokki kvenna sigraði Karen, Dagný var í öðru sæti og Elsa Fanney var í þriðja sæti.