09.06.2020 00:17

Árlegu riffilmóti frestað vegna mikillar uppbyggingar

Árlegt riffilmót félagsins sem haldið hefur verið í kringum 17. júní um árabil fer ekki fram á venjulegum tíma vegna framkvæmda.  Við erum að vinna í miklum endurbótum á æfingasvæðinu og því verður ekki unnt að halda það á eðlilegum tíma.  Mótið verður auglýst þegar framkvæmdum verður lokið að mestu.