10.10.2020 08:05

Skotfélag Snæfellsness 33 ára

Í dag fagnar Skotfélag Snæfellsness 33 ára starfsafmæli.  Félagið var stofnað af skotáhugamönnum í Grundarfirði á haustdögum árið 1987 og hét í þá daga Skotveiðifélag Grundarfjarðar.  Formlegur stofnfundur var haldinn þann 10. október sama ár, að undangengnum nokkrum undirbúningsfundum. 

 

Nafni félagsins var breytt í Skotfélag Snæfellsness þann 8. maí árið 2014 og hefur starfsemi félagsins aldrei verið öflugri en nú.  Við óskum félagsmönnum öllum og velunnurum félagsins til hamingju með daginn.