11.10.2020 23:11

Styrkur frá G.run hf.

Síðastliðinn föstudag voru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar, útgerðarmanns í Grundarfirði.  Guðmundur Runólfsson stofnaði útgerðina G.run hf. og allt hans atferli, bæði í leik og starfi miðaðist við að efla samfélagið sitt.  Fólkið, landið og hafið átti hug hans allan frá fyrsta degi til hins síðasta.

 

Afkomendur Guðmundar Runólfssonar vildu minnast hans á þessum merkis degi og færðu þau hinum ýmsu félagasamtökum og stofnunum veglegar peningagjafir og þar á meðal Skotfélagi Snæfellsness. 

 

Styrktu þau félagið okkar um 500.000 kr. til áframhaldandi uppbyggingar- og æskulýðsstarfs.  Við færum afkomendum Guðmundar Runólfssonar innilegustu þakkir fyrir þennan rausnarlega styrk sem mun án efa vera mikil lyftistöng fyrir félagið.

Runólfur Guðmundsson, sonur Guðmundar afhendir styrkinn

Afkomendur Guðmundar Runólfssonar

 

Jón Pétur Pétursson - Formaður Skotfélags Snæfellsness veitti styrknum viðtöku