Færslur: 2007 Janúar

14.01.2007 22:25

Hreindýraveiðar

Formaður félagsins fór á hreindýraveiðar síðastliðið haust eins og fleiri félagsmenn. Hér má sjá mynd af formanninum með dýrið. Gaman væri að fá myndir af fleiri félagsmönnum með sín dýr.

14.01.2007 22:02

Kæru félagar

Þá er vinna hafin við að útbúa nýja og aðgengilegri heimasíðu fyrir Skotfélagið Skotgrund. Hér verða settar inn fréttir, myndir og auglýsingar um það sem um er að vera hjá félaginu og viljum við hvetja félagsmenn til að senda okkur myndir og fréttir sem þeir hafa áhuga á að birta hér á síðunni.

Höfum það ekki lengra að sinni.

Stjórnin

  • 1