Færslur: 2007 Febrúar
23.02.2007 23:49
Aðalfundur Skotgrundar
Aðalfundur Skotgrundar var haldinn í gær, fimmtudaginn 22. febrúar. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru ýmis málefni félagsins rædd, s.s hvort og hvernig halda beri upp á 20 ára afmæli félagsins á haustmánuðum og næstu skref í uppbyggingu á svæði félagsins. Á næstu dögum verða settar inn myndir af fundinum.
Ný stjórn var kjörin á fundinum en hana skipa:
Freyr Jónsson, formaður
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, gjaldkeri
Bjarni Sigurbjörnsson, ritari
Atli Már Gunnarsson, meðstjórnandi
Þorsteinn B. Sveinsson, meðstjórnandi
Þorsteinn Björgvinsson, meðstjórndandi
20.02.2007 07:32
Aðalfundur Skotgrundar
Aðalfundur Skotgrundar verður haldinn í matsal Fjölbrautaskóla Snæfellinga, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20:30.
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar.
Reikningar félagsins lagðir fram.
Ákvörðun um félagsgjöld.
Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna.
Önnur mál.
Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugamenn til að mæta á fundinn.
Stjórn Skotgrundar
16.02.2007 13:38
Hreindýraumsóknir
Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar bárust rúmlega 2700 umsóknir um hreindýraleyfi á þessu ári. Kvótinn í ár eru 1137 dýr, 577 kýr og 560 tarfar. Dregið verður úr umsóknum næstkomandi mánudag 19. febrúar og munu menn fá send svör við sínum umsóknum strax á þriðjudag.
- 1