Færslur: 2007 Apríl

20.04.2007 20:59

Landsmót UMFÍ

Leitað er eftir áhugasömum keppendum á 25. Landsmót UMFÍ í Kópavogi 5. - 8. júlí nk. Keppnisgreinar í skotíþróttum eru eftirfarandi:
  • Stöðluð skammbyssa
  • Loftskammbyssa
  • Skeet

Hafi félagsmenn í Skotgrund áhuga á að taka þátt í umræddu móti er þeim bent á að hafa samband við Frey Jónsson í síma 897-2072.

05.04.2007 19:46

Veiðiátak Umhverfisráðuneytisins

Í Bændablaðinu þann 27. mars sl. var grein undir fyrirsögninni "Freista á þess að útrýma mink úr íslenskri náttúru". Í greininni er fjallað um veiðiátaksverkefni á vegum Umhverfisráðuneytisins með það að markmiði að útrýma mink á tveimur svæðum á landinu þ.e. á Snæfellsnesi og í Eyjafirði. Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu segir í greininni að ætlunin með þessu átaki sé að kanna möguleika á útrýmingu minks á þessum svæðum með það í huga að ráðast í landsátak í framhaldinu gefi niðurstaðan tilefni til þess. Átakið er nú þegar hafið en fram kemur í greininni að ráðnir verði veiðimenn í átakið og að þegar hafi verið rætt við lykilveiðimenn á hvoru svæði um sig sem fá greitt fyrir störf sín en þeir geta síðan ráðið með sér fleiri til aðstoðar eftir þörfum. Lögð er áhersla á að aðrir veiðimenn sem leggi stund á minkaveiðar á þessum svæðum skili hræjunum til Umhverfisstofnunar, veiðistjórnunarsviðs á Akureyri eða til Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi en til að fá greitt fyrir dýrið er þess óskað að öllum skrokknum sé skilað og þá sérstaklega þá sem veiddir verða á Snæfellsnesi. Er það fyrst og fremst vegna þess að þar eru tugir dýra með senditæki í sér sem gefa ýmsar upplýsingar og hafa því hræin mikið rannsóknargildi.

Fjallað var um þetta veiðiátak í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, skírdag 5. apríl.

  • 1