Færslur: 2007 Júlí
10.07.2007 13:14
Landsmót UMFÍ
Skotgrund sendi fjóra keppendur á landsmót í nafni HSH og kepptu þeir í leirdúfuskotfimi. Keppendurnir voru þeir Freyr Jónsson, Gísli Valur Arnarson, Júlíus Már Freysson og Matthías Barðason. Inn í myndaalbúminu má sjá nokkrar myndir frá Iðavöllum sem er völlur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar en þar var keppnin haldin.
Hér til hliðar á síðunni er ennfremur linkur inn á síðu SÍH (Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar) en þar er að finna enn fleiri myndir af mótinu.
Keppendur vilja koma á framfæri þakklæti til stjórnenda SÍH og annarra keppenda fyrir móttökurnar og skemmtilega helgi.

Á myndinni hér að ofan má sjá keppendur HSH í leirdúfuskotfimi.
- 1