Færslur: 2007 Ágúst

20.08.2007 14:50

Hreindýraveiðar

Inn á myndasíðunni má sjá myndir af hreindýraferð sem farin var á svæði 7, laugardaginn 18. ágúst sl.

15.08.2007 08:37

Fleiri myndir

Fleiri myndir af heimsókn SIH-manna má finna á heimasíðu þeirra, http://sih.fotki.com/2007-starfsemi-sh/heimskn-til-skotgru/  Endilega kíkið á þær, frábærar myndir frá frábærum degi.

12.08.2007 13:55

Heimsókn félagsmanna SÍH

Laugardaginn 11. ágúst heimsóttu sjö félagsmenn Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (SÍH) svæði Skotgrundar með Ferdinand Hansen formann í broddi fylkingar. Gestirnir voru mættir um kl. 10 en aðeins sex heimamenn voru mættir. Eftir að allir höfðu tekið æfingarhring var ákveðið að efna til skotkeppni. Skotnir voru þrír hringir og sex manna úrslit að þeim loknum. Það er skemmst frá því að segja að greinilegt er að heimamenn þurfa að æfa sig örlítið betur.  Sigurvegari mótsins var Bjarni V. Jónsson, annar varð Sigurþór Jóhannesson og í þriðja sæti var Friðrik Þór Hjartarson.
Ekki var annað að heyra en gestirnir væru ánægðir með aðstöðuna og vonum við að þetta sé aðeins upphafið af frekara samstarfi.
Eftir mótið gæddu keppendur sér á nýbökuðum vöfflum og kaffi í félagsheimili Skotgrundar en að því loknu héldu gestir okkar ásamt hluta af heimamönnum inn í Grundarfjörð þar sem málin voru rædd á veitingarhúsinu Krákunni og lögð drög að frekara samstarfi félaganna.
Stjórn Skotgrundar vill þakka gestunum kærlega fyrir komuna og alveg frábæra samveru á Hrafnkelsstaðabotni og vonar að slíkt samstarf verði til að efla starfsemi félagsins. Ennfremur vill stjórnin þakka þeim félagsmönnum sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir daginn.
Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsókninni.

  
         Keppendur á mótinu                             Sigurvegarar: Friðrik, Bjarni og Sigurþór

10.08.2007 09:29

Heimsókn á morgun

Á morgun, laugardaginn 11. ágúst er von á góðum gestum úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn á skotsvæði Skotgrundar á Hrafnkelsstaðabotni. Stjórn Skotgrundar hvetur félagsmenn sína til að mæta og taka þátt í skemmtilegri æfingu á leirdúfuvellinum. Gert er ráð fyrir að gestirnir verði mættir á svæðið á milli 10 og 11 í fyrramálið og vonast stjórnin til að sjá sem flesta.

05.08.2007 10:32

Heimsókn

Fyrirhugað er að félagsmenn Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar heimsæki skotsvæði Skotgrundar næstkomandi laugardag, þann 11. ágúst ef veður leyfir. Stjórn Skotgrundar langar að skora á félagsmenn að mæta á svæðið en frekari upplýsingar verða settar hér inn á síðuna þegar nær dregur. Ennfremur langar stjórninni að biðja þá sem hafa hug á að mæta að hafa samband við Freyr formann í síma 897-2072.

Stjórnin
  • 1