Færslur: 2008 Júní

10.06.2008 22:31

Skemmtihelgi Benelli 11. - 13. júlí nk.

Helgina 11. - 13. júlí nk. hefur Veiðihúsið í samstarfi við Skotreyn sett saman skemmtidagskrá fyrir skotáhugamenn.
Jocke Smålänning margverðlaunaður skotíþróttamaður og skotskemmtikraftur mun vera með námskeið í haglabyssuskotfimi þar sem farið verður í öll þau atriði sem hafa áhrif á getu þeirra sem stunda veiðar eða skotfimi með haglabyssu. Þrír til fjórir verða í hverjum hóp og er fjöldi takmarkaður, fyrstir koma fyrstir fá. Áhugasamir sendi tölvupóst á kjartan@vos.is
Á laugardeginum kl. 14 verður Jocke með skotsýningu á svæði Skotreyn á Álfsnesi þar sem hann mun sýna á skemmtilegan hátt hvað hægt er að framkvæma með haglabyssu.
Á sunnudeginum verður svo BENELLI skotmót þar sem sigurvegarinn fær í verðlaun BENELLI RAFAELLO CRIO haglabyssu, en dómari á mótinu verður Jocke Smålänning.
Um sannkallaðan stórviðburð er að ræða sem áhugamenn/konur um veiðar og skotfimi ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

09.06.2008 23:46

Aðalfundur Skotgrundar

Aðalfundur Skotgrundar var haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, fimmtudaginn 29. maí sl. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru ýmis málefni félagsins rædd, s.s um nýleg vélarkaup og áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.
Ný stjórn var kjörin á fundinum en hana skipa:
Freyr Jónsson, formaður
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, gjaldkeri
Bjarni Sigurbjörnsson, ritari
Guðni Már Þorsteinsson, meðstjórnandi
Þorsteinn B. Sveinsson, meðstjórnandi
Þorsteinn Björgvinsson, meðstjórnandi

Úr stjórninni gekk Atli Már Gunnarsson og er honum þökkuð störf hans fyrir félagið.

Stjórn félagsins vill koma á framfæri þakklæti til Grundarfjarðarbæjar og Íþróttasjóðs Menntamálaráðuneytisins fyrir styrkveitingar til félagsins sem gerðu það kleift að ráðast í kaup á nýrri ljósavél fyrir svæðið nú á vordögum.

  • 1