Færslur: 2008 Júlí

02.07.2008 14:35

Félagsgjöld

Þá eru greiðsluseðlarnir fyrir félagsgjöldunum loksins farnir í póst. Ýmislegt hefur orðið til þess að tefja útsendingu þeirra.

Félagsskírteini þeirra sem greitt hafa félagsgjaldið verða send til viðkomandi og verður fyrsti skammturinn sendur út í næstu viku.

Fyrirhugaður er vinnudagur á svæðinu á næstunni þar sem m.a. þarf að mála húsin og fegra í kringum svæðið. Verður það nánar auglýst hér á síðunni.
  • 1