Færslur: 2010 Maí

31.05.2010 20:15

Ljósavél

Nú höfum við fengið varahluti í ljósavélina og er hún komin í gang. Menn geta því farið að skjóta leirdúfur í gríð og erg. Vonandi hrellir vélin okkur ekki meira en við viljum hvetja menn til að ganga vel um hana.

30.05.2010 23:43

Skotvopnanámskeið

Verklegur hluti skotvopnanámskeiðs var haldinn á svæði félagsins, laugardaginn 29. maí.


26.05.2010 13:50

Byssunámskeið á svæði félagsins

Næstkomandi laugardag, 29. maí, verður verkleg kennsla í meðferð skotvopna á svæði félagsins. Svæðið verður því lokað milli kl. 10 - 12.

08.05.2010 10:36

Hreinsunardagur

Í dag, 8. maí 2010, verður hreinsunardagur á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni. Hreinsa þarf svæðið bæði úti og húsin að innan. Byrjað verður um kl. 13.
Vonandi sjá félagar sér fært að mæta.

05.05.2010 22:48

Aðalfundur Skotgrundar

Aðalfundur Skotgrundar verður haldinn á Grund, Grundarfirði, föstudaginn 14. maí nk. kl: 20:30.


Dagskrá fundarins er hefðbundin:

Skýrsla stjórnar.
Reikningar félagsins lagðir fram.
Ákvörðun um félagsgjald.
Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna.
Önnur mál.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.


Stjórnin
  • 1