Nú í júlí er fyrirhugað að halda námskeið í umhirðu skotvopna og þó einkum riffla. Ekki er komin endanleg tímasetning en líklegt er að námskeiðið verði haldið einhvern tímann á bilinu 15.-20. júlí.
Námskeiðið er ætlað fyrir félagsmenn Skotgrundar og mun kostnaði verða haldið í algjöru lágmarki.
Þeir sem hafa áhuga á slíku námskeiði eru hvattir til að setja sig í samband við stjórn félagsins skotgrund@gmail.com eða við gjaldkerann í síma 896-2072 (Hanna).
Nánari upplýsingar um tímasetningu verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Stjórnin