Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 02:43

Heimasíða Skotfélagsins SkotgrundarÞá er heimasíða skotfélagsins Skotgrundar að verða tilbúin.  Hér verða birtar fréttir og myndir af starfsemi félagsins.  Einnig er hægt að finna helstu upplýsingar um félagið s.s. lög félagsins, sögu þess og staðsetningu svo eitthvað sé nefnt.  Við hvetjum alla til að kynna sér síðuna og taka þátt í könnununni.  Einnig viljum við benda á facebook síðu félagsins en hana er hægt að finna undir nafninu "Skotfélagið Skotgrund Grundarfirði".

Ef einhver hefur eitthvað út á heimasíðuna að setja eða vill bæta við upplýsingum á hana er viðkomandi bent á að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com eða hringja í Jón Pétur í síma 863 1718.

20.05.2011 18:06

Aðalfundur - félagsgjöld

Aðalfundur Skotgrundar var haldinn fimmtudaginn 5.maí 2011 í húsnæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni. Farið var yfir skýrslu stjórnar, reikningar lagðir fram og ákvörðun tekin um félagsgjöld. Kjörinn var nýr formaður og ný stjórn auk þess sem sett var upp áætlun um viðhald og endurbætur á svæði félagsins. Hægt verður að fylgjast með þeim framkvæmdum sem og starfsemi félagsins á facebook-síðu félagsins - við hvetjum alla til að gerast vinir skotfélagsins á Facebook.
Félagsgjald verður óbreytt frá fyrri árum kr. 5.000 og verða greiðsluseðlar sendir út á næstu vikum.

  • 1