Færslur: 2011 Júlí

29.07.2011 19:46

Verslunarmannahelgin

Skotsvæðið verður líklega lokað um helgina vegna veðurs, nema að annað komi fram.  Næsti opnunartími verður auglýstur von bráðar.

22.07.2011 21:03

Skotsvæðið verður lokað um helgina

Skotæfingasvæðið verður lokað um helgina vegna bæjarhátíðar.  Næsta opnun verður auglýst síðar!

17.07.2011 20:32

Fréttir af framkvæmdum

Þá er timbrið og klæðningarefnið komið.  Málningin er einnig komin og bíður þess bara að vera smurð á húsin.  Framkvæmdadagur verður auglýstur um leið og búið er að ákveða daginn.

Nú vantar bara að allir ljúki við að greiða félagsgjöldin svo við getum klárað að greiða fyrir efnið og flutninginn.

16.07.2011 21:15

Félagsskírteini

Félagsskírteinin eru í prentun. Þeir sem hafa greitt félagsgjaldið geta nálgast þau von bráðar. Jafnframt viljum við hvetja þá sem enn eiga eftir að greiða félagsgjaldið til að ljúka því sem fyrst. 

Öll innkoma af félagsgjöldum rennur óskert í rekstur, viðhald og uppbyggingu á svæðinu okkar.  Vonumst við til að geta haldið uppbyggingunni áfram og gert svæðið okkar sem glæsilegast.

16.07.2011 21:12

Völlurinn opinn á morgun

Það var ágætis mæting í dag laugardag á skotæfingasvæðið okkar.  Þá eru Hólmararnir sérstaklega duglegir við að mæta.  Við minnum enn og aftur á að æfingasvæðið er opið öllum og hvetjum við því sem flesta til að láta sjá sig.  Völlurinn verður opinn á morgun sunnudag frá kl. 10 til 12.

16.07.2011 06:53

Skotskífur fyrir riffla

Hægt er að nálgast skotskífur fyrir riffla hér á síðu félagsins undir "Tenglar". (neðarlega til vinstri)

16.07.2011 02:00

Skotsvæðið verður opið um helgina

Skotsvæðið verður opið laugardaginn 16. júlí 2011 frá kl. 10:00 til 12:00 og sömuleiðis sunnudaginn 17. júlí 2011 á sama tíma.  Við hvetjum alla til að mæta.  Þeir sem eru óvanir geta fengið aðstoð frá þeim sem vanari eru.  Endilega látið sjá ykkur.

Ps. Það verður flenni nýtt kaffi á könnunni úr nýju kaffivélinni.

14.07.2011 12:45

Kaffivél að gjöf

Í gær barst Skotfélaginu Skotgrund ný kaffivél að gjöf ásamt öllu tilheyrandi.  Var það Þorsteinn Bergmann (læknir) sem færði skotfélaginu hana á æfingunni í gær við mikla hrifningu manna.  Honum eru færðar bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf.                    

Þorsteinn og nýja kaffivélin.  Með henni fylgdi kaffi, kaffipokar, glös, vatnsflaska og allt tilheyrandi.
 

14.07.2011 01:13

Mikið líf á vellinum

Það var vægast sagt mikið líf á vellinum í kvöld.  Mikill fjöldi skotmanna mætti í blíðskapar veðri og skotið var langt fram undir miðnætti í "dúnalogni".  Hópnum var skipt upp í tvær "grúppur" sem skutu til skiptis.  Á sama tíma voru einhverjir að skjóta á rifflasvæðinu og var því mikið um að vera.  Ekki skemmdi fyrir að Þorsteinn (læknir) Bergmann kom með nýja kaffivél ásamt öllu tilheyrandi og færði Skotfélaginu Skotgrund að gjöf. Vakti það mikla lukku meðal manna og eru honum færðar bestu þakkir fyrir þetta framtak til félagsins. 

Nú hvetjum við alla til að mæta um helgina og skjóta nokkra hringi, eða í það minnsta að koma og fá sér ný lagað kaffi.

Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10:00 til 12:00.

13.07.2011 12:51

Skotvæðið verður opið í kvöld

Skotsvæðið verður opið í kvöld miðvikudaginn 13. júlí 2011 frá klukkan 20:00 og til 22:00, eða þangað til menn hafa fengið nóg.  Skotsvæðið er opið öllum áhugasömum, hvort sem þú vilt koma að skjóta eða bara til að fylgjast með og spjalla.

Hringurinn kostar 600 kr. fyrir félagsmenn og 1000 kr. fyrir aðra en félagsmenn.  Þeir sem eiga skotvopna taka það að sjálfsögðu með sér en þeir sem ekki eiga geta mætt og fengið að prufa hjá einhverjum úr stjórninni. 

Þeir sem ekki eiga skotfæri ættu að geta fengið lánað eða keypt af einhverjum sem er með auka kassa. 

Hlökkum til að sjá ykkur. 
Kveðja Stjórnin

12.07.2011 12:09

Framkvæmdir á æfingasvæðinu

Eins og margir vita þá er búið að yfirfara allar vélarnar og endurnýja það sem var í ólagi.  Næst á dagsskrá er að lagfæra fótstykkin/reimarnar á húsunum og klæða húsin að utan.  Beðið er eftir því að fá timbur í það og aðrar minni framkvæmdir. Þegar búið verður að klæða húsin ætlum við að mála þau að utan ásamt félagshúsinu.  Búið er að kaupa málningu og verkfæri í það. 
Einnig er búið að panta ný skilti sem sett verða upp við aðkomuna að skotæfingasvæðinu. 

Fréttumaf frekari framkvæmdum verður hægt að fylgjast með hér á heimasíðu félagsins.  Því viljum við líka hvetja þá sem enn eiga eftir að greiða félagsgjöldin til að ganga frá því sem fyrst, svo hægt verði að halda áfram að byggja upp svæðið okkar.

Ekki má gleyma því að búið er að kaupa leirdúfur fyrir tugþúsundir og vantar okkur aðstoð við að brjóta þær.  Því vonumst við til að sjá sem flesta á vellinum á næstu dögum.

12.07.2011 11:09

Skemmtilegir tenglar um leirfúfuskotfimi

Hér er slóð inn á heimasíðu Skotvís sem er Skotveiðifélag Íslands.  Neðst á síðunni sem birtist eru skemmtilegir tenglar inn á síður með fróðleik um leirdúfuskotfimi.  Endilega kynnið ykkur þetta nánar.

Einnig er ýtarleg umfjöllun um Dúfnaveisluna 2011.

http://skotvis.is/index.php?option=com_content&view=article&id=596%3Adufnaveislan&catid=1+

11.07.2011 14:11

Æfing á miðvikudaginn?

Stefnt er að því að hafa völlinn opinn á miðvikudaginn frá kl. 20:00 til 22:00 ef einhverjir hafa áhuga á að mæta.  Þeir sem eru að spá í að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrifa nafn sitt á facebook síðu félagsins eða hringja í síma 863 1718.  Annars verður næsta opnun bara næsta laugardag.08.07.2011 02:01

Skotæfingasvæðið verður opið á laugardaginn

Skotæfingasvæði Skotfélagsins Skotgrundar er opið öllum, hvort sem þú sért vanur eða óvanur skotvopnum.  Það er um að gera fyrir þá sem eru óvanir eða hafa jafnvel aldrei skotið úr skotvopni að láta sjá sig og fá leiðsögn frá þeim sem vanari eru.

Það er algengur misskilningur að þeir sem stundi skotæfingar séu allir frábærir skotmenn.  Einhversstaðar þarf maður að byrja og hvar er þá betra að byrja en á viðurkenndu skotæfingasvæði og fá leiðsögn frá þeim sem hafa meiri reynslu.  Því hvetjum við alla til þess að láta sjá sig á laugardaginn klukkan 10:00 og taka þátt í frábærum félagsskap.
07.07.2011 03:28

Hvað er Dúfnaveislan 2011???

Dúfnaveislan hófst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí
og stendur til 31. ágúst. Dúfnaveislan er samstarfsverkefni
Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa
félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur
dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér
þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar
skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best
verður á kosið.

Reikna má með að um hátt í 10 þúsund veiðikortahafar muni ganga til
veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar
siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af
þeim siðareglum er ástundun skotæfinga. Veiðimaður sem vill hitta
bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi, fær um að meta fjarlægðir
og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra og því eru
veiðimenn hvattir til að nýta sér þennan viðburð til að kynnast því
sem félög víða um land hafa uppá að bjóða.

Hægt er að kynna sér verkefnið frekar á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2011/06/30/Dufnaveislan/
http://skotvis.is/index.php?

Neðst til vinstri á heimasíðu Skotfélagsins Skotgrundar er tengill inn á auglýsingu Dúfnaveislunnar 2011.