Færslur: 2011 Ágúst

29.08.2011 17:03

Dúfnaveislunni er að ljúka

Dúfnaveislunni 2011 lýkur 31.ágúst.  Það fer því hver að verða síðastur til þess að fylla út skortkortið sitt, en útfyllt skorkort verða send suður um leið og dúfnaveislunni lýkur.  Dregið verður úr útfylltum skorkortum í fyrstu vikunni í september og eru veglegir vinningar í boði.

13.08.2011 22:12

Nýju skiltin eru komin

Nýju skiltin sem við pöntuðum eru komin.  Þetta eru skilti sem á að setja upp við aðkomuna að skotæfingasvæðinu.  Þau verða staðsett sitthvorumegin við veginn.  Einnig voru pöntuð minni skilti með ýmsum upplýsingum sem eiga að koma skilaboðum til þeirra sem leið eiga um völlinn.

Hér má sjá eitt af stóru skiltunum!


12.08.2011 20:51

Skotsvæðið verður opið á morgun laugardag

Skotsvæðið verður opið á morgun laugardag á frá kl. 10 - 12.  Allir velkomnir.
  • 1