Færslur: 2012 Janúar

28.01.2012 16:58

Hreindýrakvóti ársins 2012 ákveðinn

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á þessu ári, sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári.

Um er að ræða 588 kýr og 421 tarfa, sem skiptast á níu veiðisvæði.

Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun
heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa.

Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu umhverfisstofnunar.

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2018

Tekið af vef Umhverfisstofnunar

  • 1