Færslur: 2012 Mars

30.03.2012 17:41

Aðalfundur

Skotfélagið Skotgrund stefnir á að halda aðalfund félagsins um miðjan næsta mánuð.  (Um miðjan apríl).  Fundurinn verður auglýstur nánar síðar!


Stjórn Skotgrundar

28.03.2012 23:49

Uppgjör síðasta árs

Búið er að taka saman þann fjölda hringja sem skotnir voru á leirdúfuvellinum á síðasta ári.  Þeir sem að fengu skrifaða hjá sér hringi geta nú greitt þá í heimabankanum sínum.  Er það ósk Skotgrundar að gengið verði frá greiðslunum sem allra fyrst. 

Ef það vakna einhverjar spurningar eða þá að menn hafi einhverjar athugasemdir er hægt að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com eða hafa samband við Jón Pétur í síma 863 1718.

28.03.2012 23:41

Veiðiskýrsla

Frestur til að skila inn veiðiskýrslu rennur út 1. apríl 2012.  Skotveiðimönnum ber að skila veiðiskýrslum á skilavef Umhverfisstofnunar einu sinni á ári óháð því hvort eitthvað var veitt eða ekki. Ef veiðiskýrslu er skilað inn eftir 1.apríl hækkar gjaldið fyrir veiðikortið úr 3.610 kr. upp í 5.110 kr. Því hvetjum við veiðimenn til þess að skila veiðiskýrslunum inn sem fyrst. 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Umhverfisstofnunar

http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/


 

Hér er tengill inn á skilavefinn

https://www.veidistjori.is/fmi/iwp/cgi?-db=veidikort&-loadframes

20.03.2012 21:53

Undirbúningsfundur fyrir íbúaþing

Í kvöld var haldinn undirbúningsfundur fyrir íbúaþing sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að halda í vor.  Á fundinn voru boðaðir fulltrúar félagasamtaka í Grundarfirði og sátu m.a. tveir fulltrúar Skotfélagsins Skotgrundar fundinn. 

Tilgangur fundarins var að kalla eftir ábendingum frá félagasamtökum í Grundarfirði um efni sem til umræðu gætu verið á þinginu.


 

Fundurinn var vel sóttur og voru ýmis mál dregin upp úr hattinum og rædd manna á milli.  Þessi fyrsti fundur var þó aðallega hugsaður til kynningar á því hvernig undirbúningnum fyrir íbúaþingið verður háttað og hvernig félagasamtökin geti komið sínum áhersluatriðum og hugmyndum á framfæri. 

 

Stefnt er að því að halda tvo undirbúningsfundi til viðbótar fyrir íbúaþingið sjálft og verður næsti fundur þann 3.apríl 2012.  Félögin hafa því tíma fram að þeim fundi til að setja niður á blað þau atriði sem þeim er ofarlega í huga og hafa áhuga á að tekin verði fyrir á íbúaþinginu í vor.  Á næsta fundi (þann 3.apríl 2012) verður hugmyndunum svo skipt niður í flokka til frekari úrvinnslu.

 

Á þriðja og síðasta undirbúningsfundinum verður farið nánar í uppsetningu þingsins og  skipaðir verða hópstjórar til að stýra umræðuhópunum á þinginu sjálfu.  Hver og einn umræðuhópur mun svo skila inn skýrslu í lok íbúaþingsins um niðurstöðu umræðunnar.

 

Vonandi verður þessi undirbúningsvinna og íbúaþingið sjálft til gagns fyrir félagasamtök á Snæfellsnesi og íbúa alla.  Skotfélagið Skotgrund leitar því eftir ábendingum frá ÞÉR, eða hugmyndum að mögulegu umræðuefni á þinginu.  Þetta gætu verið atriði sem snúa að skotsvæðinu sjálfu, skipulagsmálum, umhverfismálum, íþrótta- og forvarnarmálum, eða bara hvað sem er.


 

Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja getur þú sent póst á skotgrund@gmail.com eða haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718.


 

 


 

  • 1