Færslur: 2012 Apríl

28.04.2012 05:54

Hugmyndir að framkvæmdum / endurbótum

Á aðalfundi Skotfélagsins Skotgrundar sem haldinn verður fimmtudaginn 3. maí 2012 verður farið yfir framkvæmdaáætlum félagins. 


Ef að þú hefur hugmyndir að framkvæmdum sem þú vilt koma á framfæri þá getur þú sent okkur tölvupóst á skotgrund@gmail.com, skrifað innlegg á facebook síðu félagsins eða haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718.


Hugmyndin má snúa að hverju sem er sem tengist félaginu t.d. bættri aðstöðu, fegrun á umhverfi,  heimasíðu félagsins eða bara hverju sem er.  Svo er þér auðvitað velkomið að mæta á aðalfundinn og taka virkan þátt í umræðunum sjálfum.


 


 

27.04.2012 00:38

Skotskífur fyrir riffla

Hægt er að nálgast skotskífur fyrir riffla hér á heimasíðu félagsins undir "Tenglar"! (Neðarlega til vinstri)

26.04.2012 23:13

Aðalfundur

Aðalfundur Skotfélagsins Skotgrundar verður haldinn fimmtudaginn 3.maí kl. 20:00 í félagshúsi Skotgrundar í Hrafnkelsstaðabotni.  Við hvetjum félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn.

Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.

24.04.2012 14:08

Benelli mótaröð Veiðihússins Sökku og Skotreynar 2012.

Veiðihúsið Sakka og Skotreyn ætla að finna bestu sporting skyttu landsins í sumar.

 

Í fyrstu verðlaun verða ferð og þátttökuréttur á Benelli SP Auto mótið sem haldið verður í Englandi í Maí 2013. Á því móti mætast og reyna með sér allar helstu og bestu sporting skyttur veraldar.

 

Dagskrá mótaraðarinnar er:

 

Laugardagurinn 12. Maí* kl. 12:00 (mæting kl. 11:00)

Laugardagurinn 16. Júní* kl. 12:00 (mæting kl. 11:00)

Laugardagurinn 1. September* kl. 12:00 (mæting kl. 11:00)

 

 

Nýlunda er á þessu mótum að skráningu lýkur á miðnætti á fimmtudagskvöldi fyrir mót og skal senda skráningu á svavarstef@hotmail.com fyrir þann tíma.

Skotnar verða 75 dúfur á hverju móti og mun samanlagður árangur af 2 bestu mótunum gilda.

Mótagjald verður 2.500kr.

 

Við hvetjum alla til að koma og spreyta sig í leitinni að bestu sporting skyttu Íslands.

 

Athugið að aðeins er leyfilegt að skjóta með Benelli byssum á mótinu. Á æfingasvæði Skotreynar eru tvær Benelli Vinci byssur til afnota fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt en hafa ekki aðgang að Benelli byssum.

 

*Dagsetningar geta breyst með skömmum fyrirvara ef veðurspá verður mjög óhagstæð

05.04.2012 03:48

Skotgrund fær styrk frá Grundarfjarðarbæ

Nýlega fékk Skotfélagið Skotgrund styrk frá Grundarfjarðarbæ að upphæð 6.300 kr. og er Grundarfjarðarbæ færðar bestu þakkir fyrir. Styrkurinn er fólginn í niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir árið 2012, þannig að nú þarf Skotgrund aðeins að greiða lóðarleigu til Grundarfjarðarbæjar á þessu ári.

Þessi styrkur kemur sér mjög vel fyrir félagið þar sem það hefur litla sem enga innkomu aðra en félagsgjöld félagsmanna.

Skotgrund sótti einnig um styrk til Grundarfjarðarbæjar til viðhalds og endurbóta í tilefni af 25 ára starfsafmælis félagsins, en Grundarfjarðarbær sá sér ekki fært að verða við þeirri ósk að sinni.

 

Eins og margir vita þá fagnar Skotfélagið Skotgrund 25 ára starfsafmæli sínu í haust og stefnt er að því að halda upp á það á haustdögum.  Við vonumst til þess að hægt verði að fara í einhverjar endurbætur og nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á svæðinu fyrir þann tíma.  Það veltur þó allt á því hversu miklum fjármunum við höfum yfir að ráða, en það er von stjórnarinnar að hægt verði að gera svæðið sem glæsilegast. Því hvetjum við félagsmenn til þess að greiða félagsgjöldin áfram og vera duglegir að mæta á svæðið í sumar.

 

 

  • 1