Færslur: 2012 Ágúst

29.08.2012 07:13

Dúfnaveislunni að ljúka

Dúfnaveislunni 2012 fer senn að ljúka.  Það fer því hver að verða síðastur til að klára að safna stimplum í kortið sitt.

Fyrir þá sem ekki vita hvað dúfnaveislan er þá er það samstarfsverkefni Skotvís, Umhverfisstofnunar, skotæfingasvæða og styrktaraðila til að vekja athygli á mikilvægi reglulegra skotæfinga. 

Fyrir hvern hring sem þú skýtur á leirdúfuvellinum færðu einn stimpil í kortið þitt og þegar þú hefur safnað 10 stimplum ert þú komin/n í pott sem dregnir verða veglegir vinningar úr, að dúfnaveislunni lokinni.

Sjá nánar auglýsingu hér fyrir neðan.


28.08.2012 00:08

Staurarnir málaðir

Búið er að mála fyrstu umferðina á staurana sem eiga að afmarka riffilbrautina.  Ætlunin er að setja upp staura með jöfnu millibili meðfram riffilbrautinni allri til að afmarka hana enn frekar og stefnu hennar.  Vonandi verður hægt að setja staurana upp fljótlega, en það á eftir að smíða festingar fyrir þá sem steyptar verða niður.

27.08.2012 01:30

Framkvæmdafréttir

Búið er að setja upp skiltin við aðkomuna að æfingasvæðinu.  Um er að ræða tvö stór skilti með merki félagsins og texta sem gefur til kynna að um skotæfingasvæði sé að ræða.  Skiltin eru staðsett við bílastæðin þar sem ekið er að svæðinu og því ættu þau ekki að fara framhjá neinum.  Þessar myndir voru teknar í dag þegar Unnsteinn var að setja upp skiltin.
Hægt er að sjá fleiri myndir í myndaalbúminu hér á heimasíðu félagsins.

24.08.2012 01:02

Framkvæmdafréttir

Hér er smá frétt um það sem er á döfinni hjá Skotgrund þessa dagana fyrir utan það að menn hafa verið duglegir að mæta og æfa sig fyrir gæsaveiðina.

1) 
Hrólfur og strákarnir hjá Berg vélsmiðju ehf. eru að smíða fyrir okkur grindur fyrir skotskífur sem notaðar verða á 25m, 50m og 75m.  Grindurnar verða einskonar trönur sem hægt verður að renna texplötum inn í til að setja skotskífur á.  Grindurnar verða færanlegar þannig að hægt verður að nota þær á mismunandi færum.  Grindurnar verða vonandi tilbúnar von bráðar, en undirstöðurnar undir þær voru steyptar í vor.

2)
Unnsteinn er að ljúka við að sjóða saman ramma utan um skiltin sem verða við aðkomuna á svæðinu.  Rammarnir (með skiltunum í) verða svo settir í grindurnar sem steyptar voru niður núna í sumar.  Vonandi verður hægt að koma skiltunum upp á allra næstu dögum.

3)
Unnsteinn er búinn að útvega staura sem við ætlum að steypa niður meðfram riffilbrautinni til að afmarka hana enn frekar og stefnu hennar.  Búið er að búta staurana niður í lengdir en næsta verkefni er að mála þá í áberandi lit og grafa holur fyrir þá.

4)
Tvö verkefni eru í startholunum, en það er að klæða húsin að utan og steypa niður borðplöturnar.  Steini gun er búinn að útvega rör undir borðin og saga þau í lengd.  Núna þarf bara að finna tíma til að koma borðunum niður.


Frekari fréttir af framkvæmdum verða birtar hér á heimasíðu félagsins.

23.08.2012 00:14

Félagatalið uppfært

Búið er að uppfæra félagatalið hér á heimsíðu félagsins.  Þar má sjá hverjir hafa greitt félagsgjaldið samkvæmt bókum félagsins.  Ef að einhver hefur athugasemdir við félagatalið er hægt að hafa samband á skotgrund@gmail.com eða hafa samband í síma 863 1718.

Um leið viljum við þakka þeim sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir stuðninginn, en eins og margir vita þá er rekstur félagsins undir því kominn hversu vel félagsgjöldin skili sér.  Innkoman er notuð í rekstur og uppbyggingu svæðisins.  Eftir því sem meira kemur inn er hægt að framkvæma meira og bæta æfingaaðstöðuna og öryggi á svæðinu.

22.08.2012 23:29

Nýr félagsmaður

Nýlega gerðist Hrólfur Hraundalur félagsmaður í Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.  Hrólfur hefur áður verið félagsmaður í Skotgrund en er nú orðinn félagsmaður á ný eftir stutt hlé. 

Má þess til gamans geta að hann og strákarnir í vélsmiðjunni Berg eru þessa dagana að smíða fyrir okkur grindur fyrir skotskífur til að setja upp á 25m, 50m og 75m og bíðum við spennt/ir eftir að sjá afraksturinn.

22.08.2012 03:03

Skotvellir.is

Búið er að bæta við tengli inn á heimasíðuna "Skotvellir.is" á heimasíðu Skotgrundar.  Skotvellir.is er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar um öll skotfélög á Íslandi, yfirlit yfir mót og annan fróðleik. 

Hægt er að finna tengil inn á síðuna undir "Tenglar" á heimasíður Skotgrundar.                                                                             Myndin er tekin af heimasíðunni www.skotvellir.is

22.08.2012 00:46

Láttu ekki þitt eftir liggja


Sýndu ábyrgð og taktu notuð skothylki með þér aftur til byggða!

Skotvís hefur í samstarfi við Olís og Umhverfisstofnun endurvakið hvatningarverkefnið "Láttu þitt ekki eftir liggja" þar sem veiðimenn eru hvattir til að týna upp tóm skothylki á veiðislóð og skila á næstu Olísstöð og taka þannig þátt í veglegum verðlaunaleik. 

Þetta verkefni fellur vel að siðareglum Skotvís en þar segir: "Veiðimaður skilur ekkert annað eftir sig en sporin sín" og gengur þannig vel um náttúru landsins.


13.08.2012 23:02

Vegurinn um Kolgrafafjörð heflaður!

Í dag var vegurinn um Kolgrafafjörð heflaður.  Það kemur sér mjög vel fyrir notendur skotæfingasvæðis Skotgrundar, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er skotæfingasvæðið staðsett í Hrafnkelsstaðabotni sem er í Kolgrafafirði.  Þetta kemur á mjög góðum tíma þar sem gæsaveiðitímabilið er að fara hefjast og mikil eftirspurn hefur verið í að komast á völlinn og æfa sig fyrir haustið.

Vegurinn hefur oft verið mjög lélegur síðastliðin ár, en það eru ekki bara skotmenn sem treysta á að vegurinn sé öllum fær, heldur er Mótorcrossfélag Grundarfjarðar líka með aðsetur í firðinum.  Einnig er mikið um það að bæði ferðamenn og heimamenn geri sér ferð um fjörðinn til að njóta þeirra náttúrufegurðar sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða. 

Þessi mynd var tekin í dag þegar veghefillinn var að í þann mund að renna framhjá skotæfingasvæði Skotgrundar . 


03.08.2012 02:17

Almenna umhverfisþjónustan ehf. styrkir Skotgrund

Nýlega barst Skotgrund mikill styrkur frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf. í Grundarfirði.  Styrkurinn er fólginn í því að Almenna umhverfisþjónustan ehf. gaf Skotgrund steypuna sem félagið verslaði af fyrirtækinu fyrr í sumar endurgjaldslaust. 

Þetta er vissulega mikil búbót fyrir félagið sem er að reyna að byggja upp skotæfingasvæði félagsins.  Almennu umhverisþjónustunni ehf. eru hér færðar bestu þakkir fyrir veittan stuðning.


Hér fyrir neðan má sjá myndir frá steypuframkvæmdunum fyrr í sumar:
  • 1