Færslur: 2012 Október

31.10.2012 19:40

Nýir félagsmenn

Nýlega gengu í félagið þrír nýir félagsmenn. Þeir eru:
 

Guðjón Gíslason             Grundarfjörður

Aðalheiður Birgisdóttir     Grundarfjörður

Róbert Leó Guðjónsson   Grundarfjörður

 

Bjóðum við þau hjartanlega velkomin í félagið. Um leið bendum við þeim sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið að félagið er opið öllum áhugasömum. Hægt er að skrá sig í félagið með því að hafa samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com

 

Félagsgjaldið eru litlar 5.000 kónur á ári og hefur það verið óbreytt síðastliðin 15 ár.  Öll innkoma af félagsgjöldum fer í rekstur og uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.  Markmið félagsins er að geta boðið skotáhugamönnum upp á sem besta og fjölbreyttasta aðstöðu til skotæfinga.  

25.10.2012 14:54

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun föstudag

Skotfélagið Skotgrund óskar rjúpnaveiðimönnum góðrar ferðar og biður menn um að fara öllu með gát.  Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en haldið er til veiða:
 

 • Fylgist með veðurspá
 • Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum
 • Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um
 • Hafið með góðan hlífðarfatnað
 • Takið með sjúkragögn og neyðarfæði
 • Fjarskipti þurfa að vera í lagi, s.s. gps, kort, áttaviti eða annað og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau
 • Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað ef það á við
 • Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur


Rjúpnaskyttur eru hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna.

 

Hér má sjá þá daga sem leyfilegt er að ganga til rjúpna á þessu veiðitímabili.

 • Föstudagurinn 26. október til sunnudagsins 28. október.
 • Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember.
 • Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember.
 • Laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember.Góðar stundir!

21.10.2012 02:25

Meira frá afmælisfögnuðinum og afmælismótinu

Í kjölfar grillveislunnar var afmælismót Skotgrundar haldið en keppt var í leirdúfuskotfimi.  Allt var þetta á léttu nótunum og gátu allir sem vildu tekið þátt.  Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og fóru leikar þannig að Steinar Alfreðsson sigraði, Snorri Rafnsson tók annað sætið og Guðmundur Reynisson það þriðja.