Færslur: 2013 Desember

30.12.2013 19:16

Gamlársmót Skotgrundar

Gamlársmót Skotgrundar fór fram í dag á skotæfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.  Aðstæður voru ekki alveg eins menn eiga að venjast, en pallarnir voru á kafi undir 30 cm djúpum snjó.  Menn létu það þó ekki stoppa sig og var mætingin góð og var góð stemmning í hópnum.

 
 
 
 
 

Skipt var í þrjá riðla sem skutu til skiptis, en skotnir voru tveir hringir.  Veðrið var betra en spár höfðu gert ráð fyrir, en það var lygnt með snjókomu inn á milli.  Mátti sjá mörg góð tilþrif og var hart barist um efstu sætin. 

 

Leikar fóru að lokum á þann veg að Gísli Valur vann með nokkrum yfirburðum, Gunnar Ásgeirsson náði næst bestum árangri og Guðni Már tók þriðja sætið.  Mjótt var á munum og skildu örfá stig á milli manna þar á eftir. 

(Má þess geta að þrjú efstu sætin skiptust á milli þriggja sveitarfélaga, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Snæfellsbæjar, en félagsmenn Skotgrundar eru einmitt frá hinum ýmsu sveitarfélögum).

 
                    Gísli Valur - 1. sæti                                                    Guðni Már - 3. sæti
 
 

Nokkrir nýliðar tóku þátt í mótinu og var sérstaklega gaman að fylgjast með þeim.  Gáfu þeir þeim sem vanari eru ekkert eftir og eiga án efa eftir að veita þeim harða samkeppni í framtíðinni.

Að lokum var áramótunum fagnað eins og hefð er fyrir, eða með því að "skjóta" upp "RISA-bombum".

Menn voru sammála um það að vel hefði tekist til og stefnt er að því halda annað Gamlársmót á næsta ári og gera þetta að árlegum viðburði um áramótin.  Því geta þeir sem ekki komust í dag tekið þriðjudaginn 30. desember á næsta ári frá (daginn fyrir gamlársdag).

 

Að lokum viljum við þakka öllum félagsmönnum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

 

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið efst á síðunni.

 
 

28.12.2013 00:26

Gamlársmót - skemmtimót

Gamlársmót Skotgrundar í leirdúfuskotfimi verður haldið næstkomandi mánudag (daginn fyrir gámlársdag) á æfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.   Um er að ræða létt skemmtimót í tilefni áramótanna og geta allir tekið þátt. 

 

Það verður ekkert mótsgjald, en aðeins verður greitt fyrir skotna hringi.  Við ætlum að hittast kl. 12:00 og mótið byrjar kl. 12:30, en skotnir verða 2-3 hringir (fer eftir mætingu).  Hægt verður að kaupa skot á staðnum á meðan birgðir endast.

 

Við hvetjum því sem flesta til að láta sjá sig, þó það væri ekki nema til að fylgjast með og hvetja sína menn.  Það verður heitt kaffi á könnunni.  Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 863 1718 eða á skotgrund@gmail.com.

 

27.12.2013 02:33

Fleiri svipmyndir frá 2013

 

 

 
 

 

 

 

 

 
 
 
 

 

 
 
 
 
 

 

 
 
 

 

 
 
 
 
 

25.12.2013 23:32

Svipmyndir frá árinu sem er að líða

 

 

 

 

Fleiri myndir væntanlegar!

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.12.2013 01:42

Brandarabókin

Við minnum á brandarabók félagsins, en þar er að finna safn brandara sem lesendur síðunnar hafa skrifað inn.  Brandarabókin er tilvalin afþreying til að stytta biðina eftir jólunum. Við hvetjum menn jafnframt til að skrifa inn góða eða lélega brandara, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.


Ekki láta þitt eftir liggja og skelltu inn einum eða tveimur góðum og fáðu um leið útrás fyrir brandarakarlinum sem býr í þér!


Þú finnur tengil inn á brandarabókina efst á síðunni.  Hægt er að skrifa í bókina með því að smella á hnappinn "Skrifa í gestabókina"!

19.12.2013 01:31

Gamlársmót Skotgrundar

Stefnt er að því að halda létt mót í leirdúfuskotfimi milli hátíðanna eða nánar tiltekið þann 30. desember (daginn fyrir gamlársdag), ef veður leyfir.  Ef vel tekst til og mætingin verður góð er hugsanlegt að þetta verði að árlegum viðburði.  Nánari tímasetning og fyrirkomulag mótsins verður auglýst hér á síðunni þegar nær dregur.

 

Mynd frá sjómannadagsmóti Skotgrundar sem haldið var síðasta sumar.

 

06.12.2013 14:33

Til félagsmanna

Við viljum þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem greitt hafa félagsgjöldin á árinu fyrir þeirra framlag til félagsins.  Án tryggra félagsmanna væri félagið ekki að blómstra, en eins og flestum er kunnugt fer öll innkoma af félagsgjöldum í rekstur og uppbyggingu á æfingasvæði félagsins, sem félagsmenn njóta síðan aftur góðs af.

 

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á æfingasvæðinu undanfarna mánuði og einnig hefur verið lögð áhersla á að auka aðgengi allra félagsmanna að æfingasvæðinu.  Búið er að setja upp kassa með texplötum við riffilsvæðið og setja upp lyklakerfi fyrir leirdúfuvöllinn, þannig að allir félagsmenn ættu nú að hafa greiðan aðgang að æfingaaðstöðu félagsins.

 
         Kassi með texplötum í riffilbatta.                         Lyklabox með lyklum að leirdúfuvellinum.
 

Stjórn félagsins er mjög stórhuga hvað framtíðina varðar og er stefnt að því að byggja upp eitt besta skotæfingasvæði á landinu.  Á dögunum var undirritaður nýr lóðarleigusamningur fyrir skotæfingasvæði sem gildir til ársins 2028 og um leið var umrætt landsvæði lengt úr 450 m í 1000 m.  Það gerir okkur kleift að bæta riffilbrautina enn frekar og hugmyndir eru um að byggja hús yfir riffilborðin.  Hafin er vinna við uppbyggingu á 25 m langri skammbyssubraut sem stefnt er á að ljúka við næsta vor.  Einnig er til skoðunar að setja upp flóðlýsingu á leirdúfuvöllinn og jafnvel að fjárfesta í „trap-vél“, en „trap shooting“ er önnur tegund af leirdúfuskotfimi.

Lenging á landsvæði til skotæfinga.

 

           Unnið að lengingu riffilbrautar.                   Nýir riffilbattar hafa verið smíðaðir.

 

Aðrar nýjar hugmyndir eru einnig á teikniborðinu en hægt er að fylgjast með öllum viðburðum, fréttum og framkvæmdum hér á heimasíðu félagsins.

Svo hvetjum við þig kæri félagsmaður til að nýta óspart þá aðstöðu sem verið er að byggja upp og ekki hika við að hafa samband við okkur ef það er eitthvað sem liggur þér á hjarta. 

 

Framkvæmdir skipulagðar á vordögum.
 
 
 
 
  • 1