Færslur: 2014 Janúar

26.01.2014 11:17

Hreindýrakvóti ársins 2014

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. 

 

Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. 

 

Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna.  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Myndin er tekin af heimasíðu Umhverfisstofnunar.

24.01.2014 09:50

Nýtt á heimasíðu Skotgrundar - sölusíða

Búið er að stofna nýjan tengil hér á heimasíðu Skotgrundar sem heitir "Sölusíðan".  Þar getur hver sem er óskað eftir eða auglýst til sölu varning sem tengist skotfimi eða skotveiði á einhvern hátt.  

 

Viðkomandi sendir einfaldlega upplýsingar um varninginn á skotgrund@gmail.com eða á facebook síðu félagsins og við munum birta auglýsinguna án endurgjalds.  Tengilinn er að finna efst á síðunni eða hér.

 

 

13.01.2014 10:04

Viðburðaríkt ár hjá Skotgrund - litið um öxl

Það má með sanni segja að árið 2013 hafi verið viðburðaríkt hjá Skotfélaginu Skotgrund, með mörgum skemmtilegum uppákomum.  14 nýir félagsmenn skráðu sig í félagið á árinu og mikil uppbygging hefur átt sér stað á æfingasvæðinu.  Búið er að gera stutta samantekt á því helsta sem gerðist á árinu, en gaman er að líta yfir farinn veg.  Samantektina má finna hér.

 

Þakkir til félagsmanna

Um leið og við óskum landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári viljum við þakka félagsmönnum okkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og ekki síst þakka fyrir þeirra framlag til félagsins, því án tryggra félagsmanna væri félagið ekki að blómstra.

 

Við hlökkum til að ganga inn í nýtt ár með ykkur og bjóðum um leið nýja félagsmenn velkomna í félagið.  Allar nánari upplýsingar um félagið er að finna hér á heimasíðu félagsins.

02.01.2014 19:33

Fleiri myndir frá Gamlársmóti Skotgrundar

Búið er að setja inn 44 nýjar myndir frá Gamlársmóti Skotgrundar í myndaalbúmið efst á síðunni.  Þær er að finna hér. Hægt er að lesa um mótið sjálft í eldri færslu hér fyrir neðan.

 
 
 
  • 1