Færslur: 2014 Febrúar

04.02.2014 23:00

Það styttist í vorið

Þrátt fyrir að snjóað hafi töluvert hér á Snæfellsnesinu í gær þá erum við hjá Skotgrund farin að hugleiða að vorverkunum.  Undanfarna daga og vikur hefur verið unnið að hugmyndum varðandi framtíðarsýn æfingasvæðisins og framkvæmdir sumarsins gróflega skipulagðar.  Í dag var svo aðeins unnið á æfingasvæðinu, en þó aðeins innandyra.  Byssurekki sem smíðaður var á dögunum var settur upp í félagsheimilinu og einnig var tekið til handarinnar í vélaskúrnum og smávægilegar breytingar gerðar á honum.

 

Nokkur verkefni sem varða æfingasvæðið sjálft bíða þess aðeins að snjó tekur að leysa svo hægt verði að byrja á þeim.  Það eru verkefni sem snúa að riffilbrautinni, nýrri skammbyssubraut og leirdúfuvellinum svo eitthvað sé nefnt.  Svo eru önnur og stærri verkefni á teikniborðinu sem vonandi verður hægt að ráðast í þegar líður á vorið.

 

Hafir þú einhverjar ábendingar eða óskir varðandi æfingasvæðið getur þú sent okkur ábendingu á skotgrund@gmail.com.

 

  • 1