Færslur: 2014 Júlí

29.07.2014 18:34

Margt um manninn - sólgleraugu í óskilum

Um síðustu helgi fór fram bæjarhátíðin "Á góðri stund" í Grundarfirði og var margt um manninn í Grundarfirði.  Það sama má segja um skotæfingasvæði Skotgrundar, en margt hefur verið um manninn þar undanfarna daga og sérstaklega um nýliðna helgi.

 

Nýlega fundust sólgleraugu við riffilborðin á æfingasvæðinu.  Líklega eru þetta kvenmanns sólgleraugu, en hægt er að hafa samband á skotgrund@gmail.com til að nálgast þau.

16.07.2014 02:15

Nýr félagsmaður - virkir nýir félagsmenn

Nýlega gerðist Magnús Þórarinsson félagsmaður í Skotfélaginu Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.  Mikil fjölgun hefur verið í félaginu að undanförnu og gleður það okkur mikið.

 

Einnig er það mjög gleðilegt hvað nýju félagsmennirnir okkar eru virkir og duglegir að mæta á æfingasvæðið.  Það hefur verið mjög mikið að gera á æfingasvæðinu undanfarið og hafa nýju félagsmennirnir verið sérstaklega duglegir að mæta.

15.07.2014 03:10

Knattspyrnumenn í heimsókn

Síðastliðinn laugardag fengum við góða gesti í heimsókn, en þar voru á ferðinni leikmenn meistaraflokks Víkings frá Ólafsvík ásamt mökum þeirra.  Var þetta liður í hópefli liðsins og var fyrsta stopp á skotfæingasvæði Skotgrundar.  Þar reyndu þau fyrir sér í leirdúfuskotfimi og skutu í mark með rifflum, áður en þau héldu suður fyrir fjall í grillveislu. 

 

Flestir voru að skjóta úr skotvopnum í fyrsta skipti og var ekki annað að sjá en að allir hafi haft gaman af.  Hópnum var skipt í "ungir - gamlir" þar sem stig leikmanna voru lögð saman og sigraði unga liðið að þessu sinni. Allt fór þetta vel fram og vonum við að þetta gefi Víkingsmönnum aukið "púður" í næsta leik, en þá leika þeir við Hauka á heimavelli í Ólafsvík.  Vonandi munu Víkingsmenn ná nokkrum "skotum" í leiknum og hitta vonandi í "mark".

  • 1