Færslur: 2014 Ágúst

23.08.2014 23:58

Til veiðimanna að beiðni Almannavarna

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu á Norðausturlandi, norðan Dyngjufjalla af öryggisástæðum vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.  Einnig hefur nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn verið lokað.

 

Umhverfisstofnun vill benda veiðimönnum á að kynna sér lokanir þessar hyggist þeir halda til veiða á Norðausturlandi.  Kort af lokaða svæðinu má finna á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is.

21.08.2014 01:02

Skotgrund fær prentara að gjöf

Nýlega barst Skotgrund óvæntur glaðningur, en þá færðu feðgarnir Gísli Valur Arnarson og Örn Jónsson (Öddi) Skotfélaginu Skotgrund prentara að gjöf.  Prentarinn mun án efa koma sér vel fyrir félagið og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

18.08.2014 00:05

Frábært veður til skotæfinga

Í dag var frábært veður hér á Snæfellsnesinu og voru nokkrir sem nýttu blíðuna til skotæfinga á æfingasvæði félagsins.  Einnig var hafist handa við málningarvinnu á æfingasvæðinu, en ekkert hefur verið málað í sumar vegna tíðra rigninga.

Staurarnir sem afmarka riffilbrautina voru málaðir í áberandi lit.

15.08.2014 23:05

Nýr félagsmaður

Í dag gerðist Vigfús Þráinn Bjarnason félagsmaður í Skotfélaginu Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

14.08.2014 18:08

Ný borð og nýir stólar í félagshúsnæðið

Í dag voru keyptir nýir stólar og borð í félagshúsnæðið, en með nýju stólunum mun félagshúsnæðið nýtast betur og það verða sæti fyrir fleiri.  Núverandi innbú er búið reynast okkur vel í gegnum tíðina, en fjölgunin í félaginu er slík að húsnæðið er að springa utan af okkur.  Með nýju borðunum og stólunum mun húsnæðið nýtast betur bæði fyrir fundi og mót.  Stefnan er svo að halda áfram að endurnýja félagshúsnæðið og bæta aðstöðu okkar félagsmanna.

 

Eins og fram kemur hér fyrir ofan hefur fjölgun félagsmanna verið mikil undanfarna mánuði og æfingasvæðið er mikið notað bæði af félagsmönnum og öðrum skotmönnum.  Undirritaður rekst iðulega á skotmenn á æfingasvæðinu í sínum daglegu eftirlitsferðum og eftir stutt spjall kemur oftast í ljós að þeir hafi hitt aðra skotmenn sama dag.  Þetta gleður okkur mikið og þá vitum við að félagsmenn eru að njóta góðs af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í að bæta æfingasvæðið.

Frá skotæfingu síðustu helgi.

 

08.08.2014 22:13

Hittingur á morgun laugardag/opin æfing

Við ætlum að hittast á morgun laugardag kl. 12:30 á æfingasvæðinu og skjóta nokkra hringi á leirdúfuvellinum.  Allir velkomnir og þá sérstaklega þeir sem eru óvanir.  Tilvalið tækifæri til að fá smá leiðsögn og læra á kastvélarnar.  Vonandi sjáum við sem flesta.

06.08.2014 00:47

Félagsgjöld

Búið er að senda út rukkun fyrir félagsgjöldum fyrir árið 2014.  Félagsgjaldið er eins og flestum er kunnugt 5.000 kr. og hefur verið óbreytt síðastliðin 17 ár.  Öll innkoma af félagsgjöldum fer í rekstur og uppbyggingu á æfingasvæði félagsins. 

Markmið félagsins er að byggja upp góða og fjölbreytta æfingaaðstöðu með mismunandi þarfir skotmanna í huga.

 

Þeir sem hafa einhverjar athugasemdir við innheimtu félagsgjalda geta sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com eða haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718.

 

Félagsskírteinin eru tilbúin og verða send út á næstunni.

 

02.08.2014 08:09

Nýr félagsmaður

Í gær gerðist Lárus Fjeldsted félagsmaður í Skotfélaginu Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

  • 1