Færslur: 2014 September

29.09.2014 23:05

Nýr félagsmaður

Í dag gerðist Gunnar Örn Gunnarsson félagsmaður í Skotfélaginu Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

 

Svo minnum við félagsmenn á að hið árlega afmælismót í leirdúfuskotfimi verður í október og því geta þeir sem ekki eiga skot farið að huga að þeim málum.  Mótið verður auglýst nánar síðar.

Frá Afmælismóti Skotgrundar 2013.

Frá Amælismóti Skotgrundar 2013.
 

12.09.2014 15:09

Skotgrund eignast haglabyssu

Skotgrund festi í dag kaup á tvíhleypu (yfir/undir) sem ætluð er til að nota við kennslu og til skotæfinga.  Skotgrund hefur verið með verklega kennslu fyrir skotvopnanámskeið auk þess sem minni hópar hafa sótt okkur heim og fengið kennslu í undirstöðuatriðum í leirdúfuskotfimi.  Nýja haglabyssan verður framvegis notuð við slíka kennslu.

 

Félagsmenn fá afnot af byssunni til skotæfinga:

Félagsmönnum Skotgrundar hefur eins og mörgum er kunnugt fjölgað mikið að undanförnu, en ekki hafa allir félagsmenn aðgang að skotvopni.  Félagsmenn Skotgrundar geta nú fengið tvílhleypuna til afnota við skotæfingar og í mót á vegum félagsins.  Með þessu viljum við koma til móts við þá félagsmenn sem hafa áhuga á að stunda skotæfingar og taka þátt í mótum, en hafa ekki aðgang að skotvopni.

  • 1