Færslur: 2014 Október

10.10.2014 11:28

Skotgrund 27 ára

Í dag 10. október fagnar Skotfélagið Skotgrund 27 ára starfsafmæli sínu.  Viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum, bæði núverandi og fyrrverandi, ásamt öðrum velunnurum félagsins fyrir samstarfið í gegnum árin. 

Skotgrund hefur sjaldan verið eins öflugt félag og einmitt núna og viljum við fyrst og fremst þakka traustum félagsmönnum góðan árangur, en án traustra félagsmanna væri ekki hægt að reka félagið með þeim árangri sem raun ber vitni.

 

Stjórn félagsins er mjög stórhuga hvað framtíðina varðar og vonandi munum við sjá þetta flotta félag halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum.

 

 

05.10.2014 20:07

Framkvæmdir við leirdúfuvöll - völlurinn lokaður

Framkvæmdir eru hafnar við leirdúfuvöllinn, en verið er að endurbyggja og lagfæra húsin utan um kastvélarnar. Völlurinn verður því lokaður á meðan á fræmkvæmdunum stendur. Vonast er til þess að hægt verði að taka völlinn í notkun fljótlega.

01.10.2014 00:02

Það viðrar ekki vel til framkvæmda

Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska hér á Snæfellsnesinu undanfarna daga og því lítið verið hægt að framkvæma á æfingasvæðinu.  Við höfum því nýtt tímann í gæluverkefni innandyra, en í dag var t.d. sett upp upplýsingatafla í félagshúsnæðinu og borðin sem keypt voru á dögunum voru skrúfuð saman. 

 

Vonandi fer að stytta upp á næstunni svo hægt verði að taka upp hamarinn, en til stendur að fara í miklar endurbætur á markinu og turninum.

  • 1