Færslur: 2014 Desember

31.12.2014 09:54

Gamlársmóti frestað

Vegna slæms tíðarfars og ófærðar undanfarna daga hefur verið ákveðið að fresta "Gamlársmóti Skotgrundar" um óákveðinn tíma.  Við viljum þakka félagsmönnum okkar og samstarfsfólki fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.  Sjáumst fljótt á nýju ári.

Frá "Gamlársmóti Skotgrundar" 2013.

09.12.2014 07:22

Vetrardvali

Þó svo að starfsemi félagsins hafi ekki verið mjög sýnileg undanfarnar vikur m.a. vegna tíðarfars og ófærðar, hefur ýmislegt á daga okkar drifið.  Þar ber helst að nefna smávægilegt viðhald og endurbætur á æfingasvæðinu ásamt því að  undirbúningur fyrir komandi starfsár er kominn á fullt. 

 

Við stefnum á að hittast um jólahátíðirnar og halda okkar árlega "Gamlársmót" í leirdúfuskotfimi ef veður leyfir, en það verður auglýst nánar síðar.  Einnig stendur til að setja upp nýjar "bjöllur" í riffilbrautina til að skjóta í, en þær verða settar upp um leið og veður verður okkur í hag.

 

Annars auglýsum við eftir hugmyndum að endurbótum á æfingasvæðinu og nýjum hugmyndum sem verða til þess að bæta æfingasvæði félagsins.  Hægt er að senda ábendingar á skotgrund@gmail.com.

Hér má sjá "bjöllur" sem settar voru upp síðasta vor.  Til stendur að fjölga þeim um leið og veður verður skaplegt.
  • 1