Færslur: 2015 Mars
30.03.2015 20:10
Minniháttar tjón
Minniháttar tjón varð á félagshúsnæði Skotgrundar í óveðrinu um miðjan mánuðinn, en þá fauk hluti af þakkantinum af. Eins og staðkunnigir vita getur orðið mjög hvasst í Hrafnkelsstaðabotninum þar sem skotæfingasvæði Skotgrundar er og fer vindurinn mjög reglulega yfir 50 m/s. Þrátt fyrir þetta tjón þá erum við þakklát fyrir að tjónið hafi ekki verið meira en raun bar vitni og vonumst til að geta lagað þakkantinn við fyrsta tækifæri.
![]() |
25.03.2015 23:17
Nýr félagsmaður
Nýlega gerðist Arnar Hreiðarsson félagsmaður í Skotfélaginu Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.
- 1