Færslur: 2015 Júní

27.06.2015 23:23

Skotvopnanámskeið

Í dag lauk skotvopnanámskeiði sem Skotfélag Snæfellsness stóð fyrir í samstarfi við Umhverfisstofnun.  Einar Guðmann frá Umhverfisstofnun sá um bóknámið og skrifleg próf, en Skotfélag Snæfellsness sá um verklega kennslu.

Í verklega hlutanum var farið yfir helstu þætti og eiginleika skotvopna, auk þess sem nemendur fengu að spreyta sig á hinum ýmsu skotvopnum.  Stóðu nemendurnir sig mjög vel og viljum við þakka öllum fyrir ánægjulegan dag.

 
 
 
 
 

 

26.06.2015 11:58

Æfingasvæðið lokað laugardag

Æfingasvæði Skotgrundar verður lokað laugardaginn 27. júní frá kl. 09:00 til kl. 15:00 vegna skotvopnanámskeiðs.  Svæðið verður svo að sjálfsögðu opið um leið og námskeiðinu er lokið.

 

20.06.2015 11:23

Myndir frá Riffilmóti Skotgrundar

Búið er að setja inn fullt af myndum frá árlegu Riffilmóti Skotgrundar sem haldið var þann 17. júní síðastliðinn.  Myndirnar er hægt að sjá hér.

 

 

 

19.06.2015 13:08

Skotvopnanámskeið

Þeir sem enn eiga eftir að greiða fyrir skotvopnanámskeiðið þurfa að ljúka því í síðasta lagi í dag föstudag.

 

17.06.2015 22:05

Vel heppnað riffilmót

Árlegt Riffilmót Skotgrundar fór fram í kvöld á æfingasvæði félagsins.  Mætingin var mjög góð og ágætis veður.  Keppt var í tveimur flokkum og í minni flokkinum náði Guðmundur Andri bestum árangri, Pétur varð í öðru sæti og Gunnar í því þriðja. 

Í stærri flokkinum náði Gunnar bestum árangri, Guðmundur Andri varð í öðru sæti og Steinu Gun í þriðja sæti.  Þorgrímur Kolbeinsson listamaður frá Grundarfirði smíðaði verðlaunagripina að þessu sinni og má sjá þá hér fyrir neðan.

Viljum við þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í Kolgrafafjörðinn í kvöld fyrir samveruna og þakka sérstaklega mótanefndinni fyrir skipulagningu og framkvæmd mótsins.

 
 

 

 

 

17.06.2015 13:22

Riffilmót í dag kl. 17:00

Riffilmót Skotgrundar verður haldið í dag 17. júní og hefst það stundvíslega kl. 17:00.

 

15.06.2015 23:07

Skotvopnanámskeiði frestað

Fyrirhuguðu skotvopnanámskeiði hefur verið frestað um eina viku og verður því haldið dagana 24. - 25. júní.  Veiðikortanámskeiðið verður óbreytt og fer því fram þriðjudaginn 23. júní. Hægt er að skrá sig á námskeiðin fram til föstudagsins 19. júní, en þá þarf einnig að vera búið að ganga frá greiðslum.

 

14.06.2015 22:27

Riffilmót Skotgrundar - 17. júní

Árlegt Riffilmót Skotgrundar verður haldið miðvikudaginn 17. júní á skotæfingasvæði félagsins og hefst mótið stundvíslega kl. 17:00. Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári, en keppt verður í tveimur flokkum, 22.cal á 50m og frjálst caliber á 100m. Hægt er að skrá sig í mótið  á facebook með því að boða sig á þennan viðburð, eða í síma 863 1718. Vonandi sjáum við sem flesta.

 

12.06.2015 21:00

Skotvopna- og veiðikortanámskeið - SKRÁNINGU AÐ LJÚKA

Nú er skráningu á skotvopna- og veiðikortanámskeiðin sem haldin verða í Grundarfirði að ljúka.  Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig verða að ljúka því sem fyrst.  Hægt er að skrá sig hér.

 

05.06.2015 22:38

Sjómannadagsmót

Árlegt Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram í  gærkvöldi í blíðskaparveðri á æfingasvæði félagsins.  Þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið og var met þátttaka að þessu sinni.  Landsliðið sigraði naumlega í ár, en aðeins hálft stig skildi liðin af. 

 

Unnsteinn Guðmundsson náði bestum árangri einstaklinga, Eymar Eyjólfsson varð í öðru sæti og Gústav Alex Gústavsson í því þriðja.  Skipuleggjendur mótsins eru mjög ánægðir með hversu vel tókst til og stefnt er að því að gera enn meira úr mótinu á næsta ári.

 

Einhverjir skotmenn höfðu greinilega ekki verið búnir að skjóta nóg því eftir mótið héldu nokkrir áfram að skóta, enda var veðrið eins og best verður á kosið.  Skotgrund þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í Kolgrafafjörðinn fyrir ánægjulega kvöldstund.

 

 

04.06.2015 06:37

Nýr félagsmaður

Í gær gerðist Lárus Hafsteinn Fjeldsted félagsmaður í Skotgrund og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

  • 1