Færslur: 2015 Júlí

21.07.2015 22:25

Refamót að hætti Skaust manna - BREYTT DAGSETNING

Vegna ábendingar sem mótanefndin fékk um að bæjarhátíðin "Danskir dagar"  verður haldin í Stykkishólmi þann 15. ágúst hefur mótinu verið flýtt til 9. ágúst.

 

Hægt er að hægrismella á auglýsinguna og vista hana sem mynd á tölvuna til að stækka hana.

 

 

20.07.2015 23:04

Refamót að hætti Skaust

Mótanefnd Skotgrundar er að skipuleggja Refamót sem haldið verður á skotæfingasvæði Skotfélags Snæfellsness þann 15. ágúst næstkomandi.  Fyrirmyndin að mótinu er fengin frá Skotfélagi Austurlands, en í grófum dráttum gengur mótið út á að hitta 10 skotum á refaeftirlíkingar á mismunandi færum, allt frá 100m og upp í 500m. 

 

Mótið verður auglýst nánar á næstu dögum, en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu til að fara að hlaða/kaupa skot og stilla rifflana.

Frá "Refurinn 2014" hjá Skaust.  Myndin er tekin af heimasíðu Skotfélags Austurlands.

Frá "Refurinn 2014" hjá Skaust.  Myndin er tekin af heimasíðu Skotfélags Austurlands.
 

10.07.2015 22:13

Myndir frá framkvæmdum

Búið er að setja inn nokkrar myndir til viðbótar frá framkvæmdunum við leirdúfuvöllinn.  Hægt er að skoða þær í myndaalbúminu.

 

09.07.2015 03:09

5 nýir félagsmenn - félagsmenn orðnir 120

Nýlega fjölgaði enn frekar í félaginu hjá okkur, en á dögunum bættust við 5 nýir félagsmenn í Skotfélag Snæfellsness.  Þeir eru í stafrófsröð: Arkadiusz Lakomski, Einar Þorvarðarson, Hinrik R. Haraldsson, Sölvi Óskarsson og Vilhjálmur Pétursson.  Bjóðum við þá alla hjartanlega velkomna í félagið.

 
Arkadiusz og Sölvi                                                      Einar
 
 
Vilhjálmur                                                                    Hinrik
 
 

Með tilkomu þessara nýju félagsmanna eru félagsmenn nú orðnir 120 og hafa þeir aldrei verið fleiri.  Þetta eru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og vonandi mun sú jákvæða uppbygging sem átt hefur sér stað í félaginu undanfarin ár halda áfram næstu árin. 

Hér má sjá tölfræði yfir fjölda félagsmanna:

 

08.07.2015 21:30

Framkvæmdir - skeet völlurinn lokaður

Í gærkvöldi héldu framkvæmdir áfram við leirdúfuvöllinn og var unnið fram á nótt. Endurbæturnar ganga vel, en skeet völlurinn verður lokaður næstu daga á meðan á framkvæmdunum stendur.

 
 
 

06.07.2015 23:44

Vinnudagur

Í kvöld var hafist handa við að endurbyggja turninn og markið á æfingasvæði félagsins.  Húsin voru byggð árið 1988 og var farið að sjá töluvert á þeim.  Ætlunin er að endurbyggja þau nánast frá grunni og klæða þau að utan.

 

Við ætlum að halda áfram að smíða annað kvöld og er öllum velkomið að mæta eftir kvöldmat (þriðjudag) og hjálpa til.

 
 
 

06.07.2015 11:30

Vinnudagur í kvöld og annað kvöld

Við ætlum að hittast í kvöld kl. 19:30 og negla nokkra nagla á æfingasvæðinu.  Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur geta haft samband í síma 863 1718 eða mætt inn á svæði.

 

04.07.2015 02:56

Skotpróf

Nú er sá frestur sem hreindýraveiðimenn hafa til þess að ljúka verklegu skotprófi liðinn.  Fjölmargir veiðimenn þreyttu skotpróf hjá Skotfélagi Snæfellsness, en það var rúmlega 22% aukning frá því í fyrra. 

 

Það var töluvert meira um fall þetta árið, en í ár var um 41% fall.  Hér fyrir neðan má sjá tölfræði yfir árangur veiðimanna í skotprófum hjá okkur síðastliðin 3 ár.

 

03.07.2015 07:55

Vinnudagar 6. og 7. júlí

Við erum að stefna á að hittast næsta mánudag og þriðjudag eftir kvöldmat og endurbyggja markið og turninn.  Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718.  Nánari tímasetning verður auglýst hér á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

02.07.2015 20:56

Nýr félagsmaður

Í dag gerðist Fannar Hjálmarsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness.  Bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

02.07.2015 20:53

Myndir frá skotvopnanámskeiðinu

Búið er að setja inn myndir frá skotvopnanámskeiðinu í myndabankann hér á síðu félagsins.  Þær er hægt að sjá hér.

 
  • 1