Færslur: 2015 September

08.09.2015 16:01

Mikil úrkoma og vatnavextir

Mikil úrkoma og vatnavextir hafa verið hér á Snæfellsnesi undanfarna daga. Hrafnáin sem liggur meðfram skotæfingasvæði Skotgrundar er orðin að fljóti hefur rofið varnargarðin og er farin að grafa sig í átt að mannvirkjunum okkar.

 

Árið 2008 rofnaði stóri varnargarðurinn og hefur oft þurft að keyra efni í hann og gera við hann á undanförnum árum.  Við hjá Skotgrund munum fylgjast með vanavöxtum næstu daga, en mikilli úrkomu er spáð á miðvikudag og fimmtudag.  Það er nokkuð ljóst að nú þarf að ráðast í varanlegar og kostnaðarsamar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara landrof.

 

05.09.2015 04:45

Skotvopnanámskeið á Vesturlandi

Skotvopnanámskeið verða haldin á Vesturlandi í september og október eða nánar tiltekið á Akranesi dagana 17.- 24. september og í Borgarnesi dagana 8.-13. október (sjá nánar auglýsingu hér fyrir neðan).

Hægt er að skrá sig á námskeiðin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 
  • 1