Færslur: 2015 Október

23.10.2015 16:43

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið

Skotfélagið Skotgrund óskar rjúpnaveiðimönnum góðrar ferðar og biður menn um að fara öllu með gát.  Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en haldið er til veiða:

 

#  Fylgist með veðurspá

#  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

#  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

#  Hafið með góðan hlífðarfatnað

#  Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

#  Fjarskipti þurfa að vera í lagi, s.s. gps, kort, áttaviti eða annað og kunnátta verður      að vera til staðar til að nota þau

#  Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað ef það      á við

#  Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

Rjúpnaskyttur eru hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna.

 

Rjúpa í vetrarbúningi

Myndin er tekin af heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar:

  • Föstudaginn 23. október til sunnudags 25. október.   (3 dagar)
  • Föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember.   (3 dagar)
  • Föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember.   (3 dagar)
  • Föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember.    (3 dagar)

18.10.2015 10:45

Rjúpnaveiðin hefst 23. október

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember 2015. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.

 

Veiðiverndarsvæði er áfram á SV-landi.

 

 
Myndin er tekin af www.reykjavík.is

 

Veiðitímabilið skiptist á fjórar helgar með eftirfarandi hætti:

 • Föstudaginn 23. október til sunnudags 25. október, þrír dagar.
 • Föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember, þrír dagar.
 • Föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember, þrír dagar.
 • Föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember, þrír dagar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

10.10.2015 11:00

28 ár frá stofnun félagsins

Í dag 10. október fagnar Skotfélagið Skotgrund 28 ára starfsafmæli sínu.  Viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum, bæði núverandi og fyrrverandi, ásamt öðrum velunnurum félagsins fyrir samstarfið í gegnum árin. 

Skotgrund hefur sjaldan verið eins öflugt félag og einmitt núna og viljum við fyrst og fremst þakka traustum félagsmönnum góðan árangur, en án traustra félagsmanna væri ekki hægt að reka félagið með þeim árangri sem raun ber vitni.

 

Stjórn félagsins er mjög stórhuga hvað framtíðina varðar og vonandi munum við sjá þetta flotta félag halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum.

 

 

02.10.2015 23:37

Skothús

Þessa dagana er verið að ljúka við hönnun og teikningar að skothúsi sem Skotgrund er með áform um byggja við riffilbrautina, takist að fjármagna verkefnið.  Um er að ræða 75m2 hús með 6 inniborðum auk rými fyrir mótsstjorn og dómara.  

Húsið á að byggja við hlið þeirra 6 riffilborða sem eru til staðar nú þegar, en þá getur félagið boðið upp á 6 útiborð og 6 inniborð.  Fyrir framan húsið verður svo 46,5 m2 tyrft svæði þar sem hægt verður að skjóta úr liggjandi stöðu, m.a. með hreindýraskotpróf í huga.

 

Félagið stefnir á að steypa upp sökkla og plötu á þessu ári, reisa húsið árið 2016 og ljúka frágangsvinnu og taka húsið formlega í notkun á afmælisári félagsins árið 2017, en þá verður félagið 30 ára.  Vonandi mun þessi áætlun ganga eftir, en unnið er að því  að fjármagna verkefnið þessa dagana.

 

Hér má sjá uppkast af skothúsinu.

 

 • 1