Færslur: 2015 Nóvember

29.11.2015 20:48

Skotíþróttamaður ársins

Birgir Guðmundsson var í dag útnefndur skotíþróttamaður Grundarfjarðar árið 2015 og veitti hann viðurkenningunni móttóku á árlegum Aðventu- og fjölskyldudegi í samkomuhúsi Grundarfjarðar.  Þar kom m.a. fram að

 

"Birgir hefur tekið mjög virkan þátt í starfi Skotgrundar, stundað mjög reglulegar skotæfingar og verið öðrum skotmönnum fyrirmynd hvað það varðar.  Birgir hefur tekið virkan þátt í mótum sem haldin hafa verið á vegum félagsins og átt þátt í skipulagningu þeirra.  Þá hefur Birgir sinnt óeigingjörnu starfi fyrir félagið sem leiðbeinandi á skotvopnanámskeiðum og verið prófdómari í verklegum skotprófum fyrir hreindýraveiðimenn, sem Skotgrund hefur boðið upp á". 

 

Við óskum Birgi að sjálfsögðu til hamingju með útnefninguna.

 
Birgir er lengst til hægri á myndinni!  Myndin er tekin af www.grundarfjordur.is.

14.11.2015 15:08

Skotíþróttamaður HSH 2015

Auglýst er eftir tilnefningum að skotíþróttamanni HSH.  Tilnefningar er hægt að senda á skotgrund@gmail.com

 

 
  • 1