Færslur: 2015 Desember

28.12.2015 22:09

Gamlársmóti frestað/aflýst

Gamlársmóti Skotgrundar verður frestað að þessu sinni vegna slæmrar veðurspár og vegna þess að ekki tókst að fá varahluti í kastvélarnar í tæka tíð. Von er á varahlutum strax eftir áramótin og verður svæðið þá opnað á ný.

 

27.12.2015 20:01

Sölusíðan

Við minnum á sölusíðu félagsins, þar getur þú auglýst eftir eða auglýst til sölu varning sem tengist skotfimi eða skotveiði á einhvern hátt.

 

Sendu okkur upplýsingar á skotgrund@gmail.com eða á facebook síðu félagsins og við birtum auglýsinguna fyrir þig án endurgjalds. 

 

Hægt er að skoða sölusíðuna hér.

 

Þessi Brno er m.a. til sölu á lækkuðu verði. Verð áður 97.000 kr. - verð nú 50.000 kr.

25.12.2015 23:44

Kastvélarnar yfirfarnar

Þessa dagana er verið að lagfæra og yfirfara leirdúfukastvélar félagsins. Leirdúfuvöllurinn verður því lokaður rétt á meðan á þessum viðgerðum stendur.

Langt er síðan að vélarnar hafa verið yfirfarnar af einhverju viti og var því ákveðið að taka þær inn á verkstæði og yfirfara þær alveg ásamt stjórnborðunum. Þessar viðgerðir munu vonandi ekki taka langan tíma, en það er óljóst hvort hægt verði að halda árlegt "Gamlársmót Skotgrundar", því beðið er eftir varahlutum sem ekki voru til í landinu.

Raf Dögg efh. í Ólafsvík er að aðstoða okkur með vélarnar.

 

 

09.12.2015 00:38

Saga félagsins

Þessa dagana er verið að ljúka við það að skrásetja sögu félagsins, en til stendur að gefa hana út í bókinni "Fólkið fjöllin fjörðurinn" sem verður gefin út næsta sumar. 

Við auglýsum því eftir áhugaverðum heimildum eða ljósmyndum sem tengjast félaginu á einn eða annan hátt.  Búir þú yfir einhverjum slíkum sem þú vilt deila með okkur er hægt að hafa samband í síma 863 1718 eða með því að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com.

 

07.12.2015 22:07

Framkvæmdir

Í gær var farin ferð inn á æfingasvæði félagsins og skipt var um þakjarn á markinu, gengið frá úthornum á klæðningunni o. fl.  Færðin var ekki góð, en nánast ófært er að æfingasvæðinu og var því brugðið á það ráð að aka eftir flóðvarnargarðinum við Hrafnánna upp að æfingasvæðinu.

 

Veðrið var hinsvegar alveg æðislegt til útiveru og að loknu góðu dagsverki var að sjálfsögðu skotið aðeins þótt töluverður snjór sé í riffilbrautinni.

 

Núna þarf bara einn góðan dag í viðbót til að ljúka við lokafrágang á turninum og þá er hægt að fara að einbeita sér að byggingu skothúss.  Þegar skothúsið verður komið þá verður hægt að nota riffilbrautina meira yfir vetrarmánuðina.

 

04.12.2015 19:02

Vinnudagur sunnudag

Við ætlum að hittast á sunnudaginn kl. 11:30 og skipta um þakjárn á turninum og markinu og ljúka við að ganga frá klæðningunni o.fl.  Við vonumst til að sjá sem flesta, en þeir sem hafa áhuga á að hjálpa okkur geta haft samband í síma 863 1718.

 

 

03.12.2015 21:22

Framkvæmdir - vinnudagur

Nú er komið að því að skipta um þakjárn á turninum og markinu og ganga frá úthornum o.fl.  Búið er að panta timbur og allt tilheyrandi og stefnum við á að hittast um helgina (laugardag eða sunnudag) og klára húsin.  Nánari tímasetning verður auglýst hér á síðunni á morgun föstudag.  Allir velkomnir.

 

 

  • 1