Færslur: 2016 Janúar
28.01.2016 10:20
Svipmyndir frá árinu 2015
Búið er að setja inn 100 handahófskenndar myndir frá starfsemi félagsins á árinu 2015 í myndaalbúm sem heitir "Svipmyndir frá 2015". Fleiri myndir er hægt að skoða í eldri myndaalbúmum.
|
|
21.01.2016 21:50
Ársskýrsla
Það er svo sannarlega hægt að segja að árið 2015 hafi verið gott ár og mjög viðburðaríkt hjá Skotfélagi Snæfellsness. Farið var í töluvert af framkvæmdum, haldin voru skemmtileg mót og félagsmönnum fjölgaði töluvert.
Um leið og við óskum landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári viljum við þakka þeim sem styrkt hafa félagið á einn eða annan hátt. Við þökkum félagsmönnum okkar fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða, því án tryggra félagsmanna væri félagið ekki að blómstra. |
Við hlökkum til að ganga inn í nýtt ár með ykkur og bjóðum um leið nýja félagsmenn velkomna í félagið.
Hægt er að lesa ársskýrslu félagsins undir tenglinum "ársskýrslur" hér efst á síðunni.
![]() |
12.01.2016 19:16
Skiltið komið upp
Í dag var skilti með merki félagsins sett upp á turninn á leirdúfusvæðinu og er það liður í að fegra æfingasvæðið. Merki félagsins hannaði Helga Stolzenwald árið 1998 og er innblástur í merkið sóttur úr okkar nánasta umhverfi, dýraríkinu og meginstarfsemi félagsins sem er skotfimi.
![]() |
- 1